Er búin að vera hjá fjölskyldunni í 4 daga og allt gengur bara mjög vel og þau eru algjört æði! :D
Ég flaug til New York 11. ágúst með hóp af skiptinemum. Þegar við lentum í New York og vorum komin i gengum vegabréfseftirlitið tók Hlynur mynd af mér en þá komu 2 verðir ekki sáttir að segja okkur að það væri bannað að taka myndir og að hann yrði að eyða henni, þetta var frekar fyndið! haha
En í NY fórum ég, Rakel, Guðrún, Anna og Hlynur á eitthvað flughótel til að bíða eftir rútum.
Ég og Rakel fórum svo í rútu til Boston til að fara á komunámskeið, við vorum svo þreyttar að við sváfum eiginlega bara alla leiðina. Við stoppuðum svo á McDonald's áður en við komum í skólann sem við gistum í.
Þegar við komum í skólann fór ég eiginlega bara strax að sofa. Daginn eftir var svo námskeiði sjálft, við vorum bara að hlusta á einhverjar konur tala. En ég verð að segja að þessi skóli var með geðveikt mötuneyti! Klukkan 3 komu svo fjölskyldurnar að ná í okkur og fjölskyldan er bara mjög fín. Við fórum svo bara heim og mom hjálpaði mér að koma mér fyrir í herberginu og eftir það komu svo Dan og Abby, kærastan hans, heim. Þeim fannst öllum gjafirnar algjört æði og nammið ekkert smá gott! Eftir mat fórum út að kaupa ís á einhverju litlum krúttlegum stað sem var með dýr sem maður gat klappað í garðinum. Við svo í Dance Central og spjölluðum svo bara saman:)
Á laugardaginn borðuðum var beikon og amerískar pönnukökur í morgunmat. Eftir matinn fórum ég og mom að týna bláber, við fórum svo í mallið til að kaupa eitthvað tengi fyrir tölvuna mína og þegar ég kom til baka fórum ég og Dan rope swinging í einhverju vatni, eða meira svona ég synti í vatninu en hann gerði hitt útaf það var búið að skemma byrjenda reipið svo ég þorði ekki í hina hehe
Ég og mom kíktum svo yfir til Brianna og fjölskyldunnar hennar sem búa við hliðina og þau voru öll ekkert smá fín! Eftir það fórum við Dan svo í mallið og ég verslaði pínu og fórum svo út að borða á mexíkóskum stað.
Á sunnudaginn þurfti ég að vakna klukkan 6:30!! því við vorum að fara á airshow, við stoppuðum svo á Dunkin Donuts áður en við fórum á sýninguna sem var frekar svöl. Eftir sýninguna fórum við heim og ég man ekki alveg gerðum
Í dag fór ég á cross country æfingu, Brianna sem býr við hliðina kom með okkur og hún og vinkonur hennar eru mjög fínar :) Æfingin var samt algjört hell haha
Veit svo ekki alveg hvað ég er að fara að gera í kvöld en er svo held ég að fara til Boston á fimmtudaginn með nokkrum öðrum krökkum sem veðrur held ég bara mjög gaman :D
Verið svo dugleg að kommenta svo að ég viti að það er einhver að lesa þetta! :)