Sunday, November 20, 2011

Pinu blogg, kemur betra bráðum :)


Ákvað að það væri kominn timi á nýtt blogg :) .. Nenni ekki að hafa þetta neitt allt of langt þannig ætla bara að segja frá svona helsta og svo eru líka virku dagarnir oftast mjög svipaðir. Er komin með þægilegustu stundatöflu í heimi á even days eftir að ég byrjaði að vinna í school store, mjög þægilegt að vera bara þar og fara svo í study eftir það :)
En allavega fyrir þrem vikum þá fórum ég, Kayla og Arielle á paranormal activity 3, var frekar fyndið hvað gaurinn við hliðina á mér var að deyja úr hræðslu miðað við hvað þetta er ekkert hræðileg mynd og hann var svona 25 hahah. Gistum svo hjá Kayla og á laugardeginum þurfti ég svo að fara á meeting fyrir söngleikinn. Um kvöldið áttu svo að vera öll halloween partíin en það var hætt við eiginlega öll útaf það kom þvílíkur snjóstormur og rafmagnið fór svo af um nóttina (y) Þessi helgi var mjög spes, vorum ekki með neitt rafmagn og þurftum að fara til Abby til að geta farið í sturtu og það var svo kalt hjá okkur að ég og Dan ákváðum að hafa sleepover í stofunni haha
Var svo ekki skóli á mánudeginum útaf það voru svo margir ekki með rafmagn og fullt af vegum ófærir og eitthvað, fínt að hafa 3 daga helgi en var samt ekki alveg sátt við að það væri byrjað að snjóa hér á undan íslandi!
Trick or treating var líka frestað um viku en það var allt í lagi, fór tvisvar og á fáránlega mikið nammi núna, finnst að við eigum að hafa þetta á íslandi ;)
Nenni ekki að segja frá skóladögunum eða ómerkilegu virkadagsdóti haha. Var samt ferkar fyndið í síðustu viku þegar okkur tókst 5 að missa af skólabílnum en við náuðum að redda fari heim þannig þetta slapp haha
Síðusta helgi var svo bara róleg, fór á leikritið í skólanum á föstudeginum og bíó á laugardeginum. Í þessari viku var svo kennarinn í study að gera einhverjar cookies til að selja í school store og bað okkur um að pakka þeim inn, ekki sniðugt hjá honum þvi hann taldi þær eftir á þannig við gátum borðað fullt af þeim haha :D .. Fór svo á Chuck E Cheese í fyrsta skipti í gær, vorum kannski aðeins of stórar fyrir þetta en það var bara gaman haha
En nenni ekki að hafa þetta lengra, kem með skemmtilegra og betra blogg bráðum :)