Alltof langt síðan að ég hef bloggað síðast þannig ákvað að gera síðasta bloggið á þessu ári!
Thanksgiving var í nóvember og ég held að ég hafi aldrei borðað jafn mikið! Á miðvikudeginum fyrir thanksgiving var ekki skóli útaf það kom hálka þannig ég fór bara í mallið að versla og hitti svo Pedro og Onur og fór með þeim út að borða og í bíó. Á fimmtudeginum var svo thanksgiving og allur dagurinn fór eiginlega bara í það að borða haha. Fórum svo út klukkan 7 útaf sumar búðir ákváðu að opna klukkan 12 á black friday og þetta var crazy þvílíkt langar raðir og sjónvarpsþættir að taka upp og eitthvað.
Í desember kom svo hypnotist í skólann og það var ótrúlega fyndið!
Fyrstu helgina fór ég til Boston til að sækja pakkana mina frá íslandi. Ótrúlega gaman að fá það allt og talaði í fyrsta skipti íslensku við einhvern síðan ég kom hingað :). Fórum svo á safn þar sem mer fannst frekar svalt að sjá íslenska hluti og svo var auðvitað farið að versla.
Afs var svo með holiday party í des og það var mjög gaman að fara og hitta alla skiptinemana. Var allt voða amerískt, skreyttum Christmas cookies, sungum jólalög og höfðum yankee swap og svona :). Helgina eftir það var svo Christmas party hjá Kayla og það var ótrúlega gaman! Og eftir það gistum svo ég og Andrea hjá henni.
Jólin voru frekar sktítin en samt mjög gaman að prófa svona öðruvísi jól. Á aðfangadag var bara haft það kósý og horft á jólamyndir og fór svo á skype með fjölskyldunni, ótrúlega gott að heyra í þeim. Var líka frekar mikið skrítið að hafa pizzu í kvöldmat á aðfangadag haha.
Jóladagur var mjög skemmtilegur. Þegar við vöknuðum forum við niður og fengum gjafirnar frá santa, borðuðum svo morgunmat og opnuðum restina af gjöfunum. Þegar við vorum loksins búin að opna allar gjafirnar fórum við til aunt Sharon’s house þar sem við borðum og opnuðum fleiri gjafir.
Um nóttina 26 des lögðum við af stað til Washington og vorum komin þangað um morguninn. Á þriðjudeginum forum við í heimsókn til Sollu frænku og það var ótrúlega gaman að hitta hana! Á miðvikudeginum skoðuðum við svo fullt af mermorials og forum á safn þar sem skórnir úr the wizard of oz eru og kjólar frá the first ladies. Á fimmtudeginum forum við í the zoo og það má alveg einhver gefa mér red panda í late Christmas gift! Haha :). Fórum svo út að borða á the cheesecake factory og um kvöldið forum ég og dan svo út og löbbuðum um einvherja verslunargötu og forum svo á Sherlock holmes. Á föstudeginum lögðum við af stað heim. Stoppuðum í Pennsylvania og forum í Hershey’s factory þar sem ég og dan bjuggum til okkar eigið súkkulaði, held við höfum verið þau einu yfir 8 ára haha. Stoppuðum líka í amish þorpi og það var mjög skrítið að sjá fólk á hestvögnum keyra milli bíla.
Jólafríið hérna er allt of stutt! Síðast skóladagurinn minn var 23 des og ég byrja svo aftur á mánudeginum, væri alveg til í íslenskt jólafrí haha. Virku dagarnir eru svo allir bara mjög svipaðir skóla-leiklistaræfingar-heimvinna/út með vinum. Gengur allt voða vel en er nú samt voða spennt að hitta ykkur öll í júní!
Gleðilegt nýtt ár :)