Sunday, November 20, 2011

Pinu blogg, kemur betra bráðum :)


Ákvað að það væri kominn timi á nýtt blogg :) .. Nenni ekki að hafa þetta neitt allt of langt þannig ætla bara að segja frá svona helsta og svo eru líka virku dagarnir oftast mjög svipaðir. Er komin með þægilegustu stundatöflu í heimi á even days eftir að ég byrjaði að vinna í school store, mjög þægilegt að vera bara þar og fara svo í study eftir það :)
En allavega fyrir þrem vikum þá fórum ég, Kayla og Arielle á paranormal activity 3, var frekar fyndið hvað gaurinn við hliðina á mér var að deyja úr hræðslu miðað við hvað þetta er ekkert hræðileg mynd og hann var svona 25 hahah. Gistum svo hjá Kayla og á laugardeginum þurfti ég svo að fara á meeting fyrir söngleikinn. Um kvöldið áttu svo að vera öll halloween partíin en það var hætt við eiginlega öll útaf það kom þvílíkur snjóstormur og rafmagnið fór svo af um nóttina (y) Þessi helgi var mjög spes, vorum ekki með neitt rafmagn og þurftum að fara til Abby til að geta farið í sturtu og það var svo kalt hjá okkur að ég og Dan ákváðum að hafa sleepover í stofunni haha
Var svo ekki skóli á mánudeginum útaf það voru svo margir ekki með rafmagn og fullt af vegum ófærir og eitthvað, fínt að hafa 3 daga helgi en var samt ekki alveg sátt við að það væri byrjað að snjóa hér á undan íslandi!
Trick or treating var líka frestað um viku en það var allt í lagi, fór tvisvar og á fáránlega mikið nammi núna, finnst að við eigum að hafa þetta á íslandi ;)
Nenni ekki að segja frá skóladögunum eða ómerkilegu virkadagsdóti haha. Var samt ferkar fyndið í síðustu viku þegar okkur tókst 5 að missa af skólabílnum en við náuðum að redda fari heim þannig þetta slapp haha
Síðusta helgi var svo bara róleg, fór á leikritið í skólanum á föstudeginum og bíó á laugardeginum. Í þessari viku var svo kennarinn í study að gera einhverjar cookies til að selja í school store og bað okkur um að pakka þeim inn, ekki sniðugt hjá honum þvi hann taldi þær eftir á þannig við gátum borðað fullt af þeim haha :D .. Fór svo á Chuck E Cheese í fyrsta skipti í gær, vorum kannski aðeins of stórar fyrir þetta en það var bara gaman haha
En nenni ekki að hafa þetta lengra, kem með skemmtilegra og betra blogg bráðum :)

Thursday, October 27, 2011

Eitt stutt :)

Kemur annað betra bráðum, ákvað bara að gera eitt stutt :)

Wednesday, October 5, 2011

Ákvað að prófa þetta, megið endilega kommenta hvort það er betra þegar það er vidjóblogg eða venjulegt :)

Thursday, September 1, 2011

:)

Er búin að vera hérna í 3 vikur og það er ekkert smá fínt!
Það er svo langt síðan ég gerði síðasta blogg þannig ég á ábyggilega eftir að gleyma fullt af hlutum og nenni líka ekki að hafa þetta neitt geðveikt langt en allavega við fórum til Boston fyrir 2 vikum og það var mjög gaman, vorum bara að skoða borgina og svona :) Um kvöldið fórum við svo á bítla tribute tónleika, þeir voru haldnir á baseball velli og við vorum í svona stúku þannig það voru alltaf að koma þjónar inn og gá hvort okkur vatnaði mat eða drykki, þetta var ekkert smá svalt!
Veðrið er líka búið að vera geðveikt mest allan tímann fyrir utan þegar að fellibylurinn kom haha, en fann samt reyndar mjög lítið fyrir honum kom bara þvílíkt mikil rigning!
Fyrir ca. 2 vikum fórum líka ég og Sadie með dad að hjálpa honum að gera skólastofuna hans tilbúna og um kvöldið fórum við í matarboð til konu sem er að vinna með honum sem var fínt, fékk fullt af skemmtilegum spurningum um Ísland t.d. hvort að ég hefði séð snjó áður! haha
Ég og mom fórum líka á farmers market þar sem ég smakkaði pumpkin köku og svo fórum ég og Abby í mallið og fórum svo og fengum okkur mani-pedi :)
Um daginn fórum ég, dad og Sadie út að borða á stað sem heitir Jillian's, þar sem þú spilar pool á meðan þú borðar og auðvitað vann ég 5 af 8 leikjum ;) Fór líka í bíó með Dan og Abby á mynd sem heitir Crazy, stupid love og er ekkert smá góð, mæli með henni :D haha
Fyrir viku fór ég svo í mat til Karen, trúnaðarmannsins míns, og það var mjög fínt, litla stelpan hennar er algjör dúlla! Fór líka í skólann að velja mér tíma og í dag var svo open day fyrir nýja nemendur þar sem að aðrið nemendur tóku mann í túr um skólann og ég fékk lockerinn minn! Verður skrautlegt að sjá hvernig mér á eftir að ganga að opna hann haha
Í síðustu viku fórum við á einhvern svona "skemmtigarð" þar sem við fórum í go kart, svona baseball búr, mini golf, lazer maze og lazer tag og um nóttina fórum svo ég, dan, dj og vinir þeirra út að borða á diner, þetta var ekkert smá skemmtilegur dagur :D
Á sunnudeginum fórum við svo að flytja dj inná heimavistina í skólanum hans, ekkert það skemmtilegasta í heimi að gera það í rigningu sem fylgir fellibyl og um kvöldið vorum við svo bara heima að hafa það kosy útaf það var sagt fólki að halda sig inni.
Á mánudeginum fórum ég og Dan í keilu, ætluðum reyndar í go cart en það var lokað þannig keyrðum á keilustað en þá var líka lokað þar þannig þurftum að keyra í 3 bæinn og fundum loksins stað sem var opinn haha , komst að því að það er ekki sniðugt að keyra um á blæjubíl í 3 tíma án sólarvarnar í 30 stiga hita (y)
Á þriðjudeginum fór ég með Dan og Abby á ströndina. Fórum líka í búðirnar og leikjasalina sem eru hjá henni, hefði nú ekkert á móti því að hafa þetta á Íslandi! Restin af vikunni er svo bara búin að vera róleg útaf það eru allir nema ég byrjaðir í vinnu eða skóla. Allt gengur mjög vel og ég hef það ótrúlega gott :)
Skólinn byrjar 6. sept og ég get ekki beðið eftir að byrja! Á morgun er svo planið að fara á ströndina og erum að fara á fair á laugardeginum, veit svo ekki alveg hvað planið er fyrir sun og mán útaf það er löng helgi :) .. En það kemur ábyggilega annað blogg fljótlega, annaðhvort um helgina eða þegar ég er byrjuð í skólanum :)

Monday, August 15, 2011

Fyrstu dagarnir:)

Er búin að vera hjá fjölskyldunni í 4 daga og allt gengur bara mjög vel og þau eru algjört æði! :D

Ég flaug til New York 11. ágúst með hóp af skiptinemum. Þegar við lentum í New York og vorum komin i gengum vegabréfseftirlitið tók Hlynur mynd af mér en þá komu 2 verðir ekki sáttir að segja okkur að það væri bannað að taka myndir og að hann yrði að eyða henni, þetta var frekar fyndið! haha
En í NY fórum ég, Rakel, Guðrún, Anna og Hlynur á eitthvað flughótel til að bíða eftir rútum.
Ég og Rakel fórum svo í rútu til Boston til að fara á komunámskeið, við vorum svo þreyttar að við sváfum eiginlega bara alla leiðina. Við stoppuðum svo á McDonald's áður en við komum í skólann sem við gistum í.
 Þegar við komum í skólann fór ég eiginlega bara strax að sofa. Daginn eftir var svo námskeiði sjálft, við vorum bara að hlusta á einhverjar konur tala. En ég verð að segja að þessi skóli var með geðveikt mötuneyti! Klukkan 3 komu svo fjölskyldurnar að ná í okkur og fjölskyldan er bara mjög fín. Við fórum svo bara heim og mom hjálpaði mér að koma mér fyrir í herberginu og eftir það komu svo Dan og Abby, kærastan hans, heim. Þeim fannst öllum gjafirnar algjört æði og nammið ekkert smá gott! Eftir mat fórum út að kaupa ís á einhverju litlum krúttlegum stað sem var með dýr sem maður gat klappað í garðinum. Við svo í Dance Central og spjölluðum svo bara saman:)
Á laugardaginn borðuðum var beikon og amerískar pönnukökur í morgunmat. Eftir matinn fórum ég og mom að týna bláber, við fórum svo í mallið til að kaupa eitthvað tengi fyrir tölvuna mína og þegar ég kom til baka fórum ég og Dan rope swinging í einhverju vatni, eða meira svona ég synti í vatninu en hann gerði hitt útaf það var búið að skemma byrjenda reipið svo ég þorði ekki í hina hehe
Ég og mom kíktum svo yfir til Brianna og fjölskyldunnar hennar sem búa við hliðina og þau voru öll ekkert smá fín! Eftir það fórum við Dan svo í mallið og ég verslaði pínu og fórum svo út að borða á mexíkóskum stað.
Á sunnudaginn þurfti ég að vakna klukkan 6:30!! því við vorum að fara á airshow, við stoppuðum svo á Dunkin Donuts áður en við fórum á sýninguna sem var frekar svöl. Eftir sýninguna fórum við heim og ég man ekki alveg gerðum
Í dag fór ég á cross country æfingu, Brianna sem býr við hliðina kom með okkur og hún og vinkonur hennar eru mjög fínar :) Æfingin var samt algjört hell haha
Veit svo ekki alveg hvað ég er að fara að gera í kvöld en er svo held ég að fara til Boston á fimmtudaginn með nokkrum öðrum krökkum sem veðrur held ég bara mjög gaman :D

Verið svo dugleg að kommenta svo að ég viti að það er einhver að lesa þetta! :)

Tuesday, June 7, 2011

Komin með fjölskyldu :)

Hæhæ ég heiti Urður Inga og ég er að fara sem skiptinemi til bandaríkjanna í eitt ár :)


Ég er komin með fjölskyldu og mér sýnist þau bara vera mjög fín. Janet (mom), Dave (dad) og svo tveir synir Dan ('90) & DJ ('93). Þau búa í bænum New Boston, New Hampshire sem er klukkutíma frá Boston :D .. ég fer í Goffstown high school sem er með 1200 nemendur, soldið mikið stærra en ME en þetta lýtur allt saman bara mjög vel út og ég get ekki beðið eftir að fara :)