Thursday, September 1, 2011

:)

Er búin að vera hérna í 3 vikur og það er ekkert smá fínt!
Það er svo langt síðan ég gerði síðasta blogg þannig ég á ábyggilega eftir að gleyma fullt af hlutum og nenni líka ekki að hafa þetta neitt geðveikt langt en allavega við fórum til Boston fyrir 2 vikum og það var mjög gaman, vorum bara að skoða borgina og svona :) Um kvöldið fórum við svo á bítla tribute tónleika, þeir voru haldnir á baseball velli og við vorum í svona stúku þannig það voru alltaf að koma þjónar inn og gá hvort okkur vatnaði mat eða drykki, þetta var ekkert smá svalt!
Veðrið er líka búið að vera geðveikt mest allan tímann fyrir utan þegar að fellibylurinn kom haha, en fann samt reyndar mjög lítið fyrir honum kom bara þvílíkt mikil rigning!
Fyrir ca. 2 vikum fórum líka ég og Sadie með dad að hjálpa honum að gera skólastofuna hans tilbúna og um kvöldið fórum við í matarboð til konu sem er að vinna með honum sem var fínt, fékk fullt af skemmtilegum spurningum um Ísland t.d. hvort að ég hefði séð snjó áður! haha
Ég og mom fórum líka á farmers market þar sem ég smakkaði pumpkin köku og svo fórum ég og Abby í mallið og fórum svo og fengum okkur mani-pedi :)
Um daginn fórum ég, dad og Sadie út að borða á stað sem heitir Jillian's, þar sem þú spilar pool á meðan þú borðar og auðvitað vann ég 5 af 8 leikjum ;) Fór líka í bíó með Dan og Abby á mynd sem heitir Crazy, stupid love og er ekkert smá góð, mæli með henni :D haha
Fyrir viku fór ég svo í mat til Karen, trúnaðarmannsins míns, og það var mjög fínt, litla stelpan hennar er algjör dúlla! Fór líka í skólann að velja mér tíma og í dag var svo open day fyrir nýja nemendur þar sem að aðrið nemendur tóku mann í túr um skólann og ég fékk lockerinn minn! Verður skrautlegt að sjá hvernig mér á eftir að ganga að opna hann haha
Í síðustu viku fórum við á einhvern svona "skemmtigarð" þar sem við fórum í go kart, svona baseball búr, mini golf, lazer maze og lazer tag og um nóttina fórum svo ég, dan, dj og vinir þeirra út að borða á diner, þetta var ekkert smá skemmtilegur dagur :D
Á sunnudeginum fórum við svo að flytja dj inná heimavistina í skólanum hans, ekkert það skemmtilegasta í heimi að gera það í rigningu sem fylgir fellibyl og um kvöldið vorum við svo bara heima að hafa það kosy útaf það var sagt fólki að halda sig inni.
Á mánudeginum fórum ég og Dan í keilu, ætluðum reyndar í go cart en það var lokað þannig keyrðum á keilustað en þá var líka lokað þar þannig þurftum að keyra í 3 bæinn og fundum loksins stað sem var opinn haha , komst að því að það er ekki sniðugt að keyra um á blæjubíl í 3 tíma án sólarvarnar í 30 stiga hita (y)
Á þriðjudeginum fór ég með Dan og Abby á ströndina. Fórum líka í búðirnar og leikjasalina sem eru hjá henni, hefði nú ekkert á móti því að hafa þetta á Íslandi! Restin af vikunni er svo bara búin að vera róleg útaf það eru allir nema ég byrjaðir í vinnu eða skóla. Allt gengur mjög vel og ég hef það ótrúlega gott :)
Skólinn byrjar 6. sept og ég get ekki beðið eftir að byrja! Á morgun er svo planið að fara á ströndina og erum að fara á fair á laugardeginum, veit svo ekki alveg hvað planið er fyrir sun og mán útaf það er löng helgi :) .. En það kemur ábyggilega annað blogg fljótlega, annaðhvort um helgina eða þegar ég er byrjuð í skólanum :)

No comments:

Post a Comment