Sunday, February 12, 2012

6 mánuðir í usa!


Megið búast við löngu bloggi þar sem það er alltof langt síðan ég hef bloggað! Reyni að láta ekki líða svona langt á milli aftur.

Gamlárskvöld var ekkert líkt því sem ég er vön á íslandi. Ég ætlaði í New year’s eve party hja Brianna en ég hafði einhvernveginn náð að rugla alveg saman dögunum þannig þegar trúnaðarmaðurinn minn kom að sækja mig til að fara á tónleika með henni og dóttur hennar var ég ennþá bara í kósy fötum útaf mér fannst eins og þeir væru daginn eftir haha. Við fórum svo til Manchester á tónleika með Recycled Percussion og útaf maðurinn hennar Karen er producer eða eitthvað þannig þá fengum við að fara baksviðs og hitta bandið og spjalla við þá og svona J það var mjög gaman. Tónleikarnir voru líka mjög skemmtilegir og þeir voru svo fyndnir að þetta er eiginlega meira eins og uppistand en tónleikar. Eftir tónleikana fórum svið svo út að borða á Margaritas og fengum okkur svo ís á Ben and Jerry’s. Karen skutlaði mér svo heim og við hörfðum á boltan falla á times squire og svo fóru eiginlega allir bara að sofa eftir það haha.

Jólafríið var bara vika þannig skólinn byrjaði aftur 2 jan. Alltof stutt jólafrí! Í mest af janúar og febrúar eru svo búnar að vera leiklistaræfingar flesta daga.

Aðra helgina í janúar gisti ég svo með Hope og Brianna og þær eru báðar að æfa körfubolta þannig ég horfði á Nba leik í sjónvarpinu í fyrsta skipti á ævi minni haha. Á laugardeginum fór ég svo til Nashua með Baylee og við vorum bara að versla og fórum svo á New Year’s eve.

Þriðju helgina í janúar var svo leikritið sýnt og það gekk bara mjög vel þurfti reyndar að vera í óóógeðslegum búning, fegin að þetta sé búið svo ég þurfi aldrei að fara í hann aftur haha. 
Á laugardeginum var svo cast partý og það var mjög gaman, krakkarnir að spila water pong og eitthvað haha.

Síðustu vikuna í janúar var svo prófavika sem var reyndar alveg fínt útaf maður fékk að fara um leið og maður var búinn í prófum. Eftir prófin á fimmtudeginum kom Kayla að sækja mig og Josh og við bökuðum kökur fyrir skiptinema í skólanum sem var að fara heim í næstu viku. Ákváðum svo að gera brownies og rainbow cupcakes líka. Brownie var ekkert smá mikið fail! Kayla ákvað að setja allt í hana sem hún fann, sykurpúða, súkkulaði, hnetur og ég man ekki hvað meira haha en kakan var ekkert að bakast þannig þegar endarnir voru byrjaði að brenna tókum við hana út en miðjan var ennþá óbökuð þannig við ákváðum að henda henni bara haha. Ég og Kayla fórum svo að keyra út einhverja miða til að auglysa Gold’s Gym þar sem hún vinnur. Fórum reyndar bara í svona 2 fyrirtæki og eftir það fórum við að fá okkur Sushi og svo var hún að fara með einhverja mynd til konu sem á tanning salon og þegar konan heyrði að ég ætti afmæli daginn eftir ákvað hún að gefa mér 50% off dýrasta ljósatímanum sínum og fría make-over útaf hún er líka með snyrtivörur. Frekar sátt með það :D

Á föstudegium var afmælið mitt. Ég var ekki í neinum prófum þann dag þannig að Kayla kom og sótti mig og við fórum í mallið. Fórum svo heim til Kayla að gera okkur til og Sadie hitti okkur svo þar. Við fórum svo út að borða á Fratellos og þar var einhver að spila á gítar og syngja og hann tileinkaði einu laginu til mín og eftir matinn komu þau svo með köku. Eftir veitingastaðinn sagði Kayla okkur Sadie svo að fara undir teppi á meðan hún var að keyra því hún ætlaði að koma okkur á óvart. Þegar við máttum opna augun vorum við fyrir ofan flugvöllin og hún sagði okkur að fara út úr bílnum og horfa upp og þá voru flugvélar að koma sem voru að lenda á flugvellinum. Þær voru svo nálægt okkur og þetta var ótrúlega fallegt með öllum ljósunum í myrkrinu. Var alveg eins og atriði úr einhverri bíómynd. Þegar við vorum komnar heim til mín kom Brianna og gisti með okkur. Þetta var ótrúlega góður og skemmtilegur afmælidagur.

Á laugardaginum fór ég á skype með fjölskyldunni minni, alltaf svo gott að tala við þau! Um kvöldið fór fjölskylan hérna með mig út að borða. Fórum út að borða á ítölskum stað og ég opnaði gjafnirnar mínar.

Á sunnudeginum var orientation. Á námskeiðinu er bara verið að tala saman og leysa einhver vandamál mjög tilgangslaust og leiðinlegt fyrir utan timann sem við fáum að eyða saman og bara spjalla sem er alltof stuttur. Eftir námskeiðið þá skutlaði dad mér til Karen útaf hún hafði boðið mér í pizza night. Borðaði rosa góðar homemade pizzur og við vorum bara að spjalla og eftir mat fengum við svo ís og vorum byggðum lego með Marlena haha.

Það byrjaði svo ný önn á mánudeginum og núna er ég með svo létta stundaskrá:

1 period. US history
2 period. Jewlery making
3 period. Study
4 period. English
5 period. French
6 period. School store
7 period. Photography
8 period. Acting

Eini tíminn á even days þar sem ég þarf að vera að læra eitthvað er enska haha.

Fyrstu helgina í febrúar fórum ég, Kayla, Meghan og Maya út að borða á Fire and Ice í boston. Á leiðinni til boston ákváðum að stoppa á Wendy’s og kaupa okkur franskar áður en við fórum út að borða haha. Var mjög spes þegar við vorum að bíða eftir pöntuninni í bílalúgunni kom allt í einu einhver kona labbandi og tróð sér sovna yfir bílinn og byrjaði að tala við afgreiðslukonuna og á eftir henni kom einhver kall og gerði nákvæmlega það sama. Þegar við komum svo til boston fórum við að leita af bílastæða húsi en við fundum ekki það sem var beint fyrir aftan Fire and Ice veitingastaðinn heldur lögðum alla leiðina hjá Common gardens haha þannig við tókum taxi til baka. Taxi bilstjorinn var ekkert smá skemmtilegur og fyndinn og gaf okkur svo nafnspjaldið sitt og sagði okkur að hrignja í sig þegar við færum til baka haha. Þegar við komum á veitingastaðinn sögðum við öllum að það væri afmælið mitt hahah. Þetta er semsagt svona veitingastaður í mongólískum stíl þannig maður velur sjálfur matinn á diskinn sinn(hann er allur hrár) og fer svo með þá að svona hring þar sem inní er risa panna sem kokkarnir elda á. Og útaf þeir héldu að eg ætti afmæli tóku þeir mig inní hringinn og sungu fyrir mig. Þegar við komum í bílastæðahúsið eftir matinn áttum við ábyggilga ljóskulegasta móment í heimi. Við semsagt fórum inní lyftuna og þegar hurðinn opnaðist fórum við út en vorum ekki að finna bílinn og allt var eitthvað rosa skritið þannig Kayla ýtti á að leita af bílnum takkann á fjarstýringunni og þá heyrðum við bíbið í honum koma á hæðinni fyrir ofan okkur, lyftann hafði semsagt ekkert hreyfst og við eins og algjörir hálfvitar föttuðum ekki neitt haha .. Okkur tóks svo að finna bílinn eftir að við komum á retta hæð og keyrðum svo heim til kayla.

Á sunnudeginum var Super bowl. Ég horfði auðvitað á þetta útaf Patriots frá New England voru að keppa en get ekki sagt að þetta sé minn cup of tea það eina skemmtilega var auglysingarnar og hléið, er ekki frá því að ég hafi sofnað smá yfir leiknum haha. Samt er reyndar frekar fyndið að horfa á gaura hoppa í hrúu á hvorn annan.

Í síðustu viku fórum ég, Kayla, Meghan, og Paige að leita af Prom dresses eftir skóla. Verð að segja að flestir eru mjög ljótir heh en alveg sumir flottir. Á leiðinni í eina búðina var svo einhver bíll næstum búinn að keyra inní hliðinna á okkur! Kayla re´tt svo náði að færa bílin. Þessi manneskja var alveg pottþétt drunk eða eitthvað alvarlegt að, var keyrandi eins og brjálaðingur útum allan veginn, klessti næstum á okkur og svo annan bíl, rétt svo náði að sveigja frá skyltunum sem eru fyrir utan veginn og velti næstum bílnum við það og keyrði svo næstum útaf umferðarbrú! Við hringdum í lögguna og sögðum þeim frá hvert hann var að fara og gáfum upp license plate numberið hans. Næsta búð var svo svona klukkutíma í burtu og þegar við vorum komnar í retta götu ætluðum við aldrei að finna þetta. Gps tækið hennar gaf okkur upp vitlaust hús og það var svo kripi var bara eitthvað íbúðar hús og einhver kall úti að reykja sem starði á okkur. Við hringdum svo í konuna og hún sagði okkur að það væri stórt skilti fyrir framan það og við keyrðum tilbaka. Það hafði semsagt alveg farið framhjá okkur að þetta hús var beint við hliðina á okkur þegar við beygðum í vitlausa átt haha en í þessari búð fann meghan geðveikan kjól og Kayla fann kjól fyrir nationals. Konan í þessari búð var líka ekkert smá nice. Eftir þetta keyrðum við svo heim og sáum á leiðnni skilti fyrr nektarströnd haha þannig við ákváðum að fara að skoða hana en komum bara í eitthvað íbúðarhverfi og fundum hana ekki og þetta var svo krípí þannig við nenntum ekki að leita betur. Bjuggum okkur bara til sögu um að þetta færi nektarhverfi haha.

Á miðvikudeginum fórum ég og Kayla út að borða á Panera bread og staðurinn var fullur af krökkum úr math team. Okkur fannst mjög fyndið að þau voru öll asísk hehe. Fórum svo í mallið og vorum að spjalla við gaurinn úr Hollister og hann sagðist ætla að bjóða okkur til sín og elda thai mat handa okkur haha. Heyrði líka lag með Of monsters and men í útvarpinu! Mér fannst það svalt!

Á föstudeginum sótti Meghan mig eftir skóla og við fórum heim til Kayla og fórum svo í eitthvað mall sem ég man ekkert hvað heitir og keyptum okkur föt fyrir kvöldið. Keyrðum svo til boston og lögðum í mallinu sem er tengt við húsið sem að On top of the hub er í. Var svo geðveikt svalt að við þurftum ekki að bíða í neinni röð og gatum bara labbað beint inn útaf við áttum pantað borð. Þetta er einn af flottustu veitingastöðunum í Boston og þarf oft að panta borð með mánaða fyrirvara. Vorum með geðveikt skemmtilegan þjón og borð við gluggan þannig við vorum með geggjað útsýni þar sem veitingastaðurinn er á 52 hæð! Maturinn þarna var geðveikur! Sögðum í 3 skipti sem við förum út að borða að þetta var afmælið mitt haha þannig hann setti kerti á ísinn og svo hafði hann ekki fundið strax retta afmælisdiskinn þannig hann fór og leitaði betur og við fengum fríann ís útaf hann vildi koma með diskinn haha algjört yndi þessi þjónn! Á leiðinni að bílnum vorum við svo ekkert smá viltar, fórum vitlausa leið í mallinu og mundum ekkert hvar við höfðum lagt bílnum en mall löggan hjalpaði okkur þannig þetta reddaðist allt haha. Kom svo einhver gaur sem var að vinna á veitingastað í mallinu til okkar og var að bjóða okkur að koma og fá okkur drykk með honu og vini hans eftir vinnu en við afþökkuðum það pent.

Á Laugardeginum höfðum við svo bara kósy stelpukvöld og horfðum á einhverja ömurlega hryllingsmynd sem heitir 100 feet. Vorum eiginlega bara hlægjandi yfir henni haha.

Er búin að vera hérna í Bandaríkjunum í hálft ár! trúi ekki hvað þetta er búið að líða hratt og að ég eigi bara 4 mánuði eftir :O

En þetta blogg er orðið alltof langt þannig ég skil vel ef þið nenntuð ekki að lesa það allt :)

No comments:

Post a Comment